Leita uppi ævintýri á Austurlandi

Við elskum Ísland og verðum í ferðagírnum í allt sumar.  Þáttastjórnendur K100 fara vítt og breitt um landið og kynnist allri þeirri upplifun sem Ísland hefur upp á að bjóða.  

Við tökum flugið með Iceland Air og er ferðinni heitið á Egilsstaði í Múlasýslu þar sem tekin verða spennandi viðtöl og viðburðir skoðaðir.

Föstudaginn 11. júní heimsækir K100 Egilsstaði í Múlasýslu og Ísland vaknar með þeim Jóni Axeli, Ásgeiri og Kristínu í beinni útsendingu frá Dinernum á Egilsstöðum.

Kristín Sif, Ásgeir Páll og Jón Axel úr morgunþættinum Ísland …
Kristín Sif, Ásgeir Páll og Jón Axel úr morgunþættinum Ísland vaknar.

Siggi og Logi taka svo stöðuna yfir daginn á því hvað Múlaþing hefur upp á að bjóða og synda svo skemmtilegri leiðina heim í beinni útsendingu úr VÖK baths síðdegis.

Slegið verður á létta strengi og leituð uppi ævintýri og afþreying í beinni útsendingu, föstudaginn 11. júní.

Við elskum Ísland og tökum skemmtilegu leiðina heim inn í helgina á föstudaginn.

Fylgstu með á K100 í allt sumar – Við elskum Ísland.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir