Endursungu atriði úr Friends

Skjáskot/Instagram

Leikkonan Courtney Cox sem er hvað best þekkt sem Monica í Friends, tók sig saman með söngvurunum Elton John, Ed Sheeran og Brandi Carlile og endursöng lagið Tiny Dancer með röngum texta fyrir mótleikkonu sína Lisu Kudrow.

Eins og flestir Friends aðdáendur ættu að muna þá söng Phoebe, leikin af Lisu, lagið Tiny Dancer rangt í þriðju seríu þáttanna.

„Hold me close, young Tony Danza,“ söng Phoebe á sínum tíma.

Courtney Cox deildi myndbandinu á Instagram-síðu sinni og skrifaði: „Eitt af merkilegustu augnablikum lífs míns. Þetta er fyrir þig,“ sagði hún og merkti Lisu í færsluna.

Lisa svaraði að sjálfsögðu til baka með nýju myndbandi og benti þeim á að þau hefðu sungið ranga textann vitlaust. Hún söng lagið svo sjálf aftur eins og áður.

View this post on Instagram

A post shared by Lisa Kudrow (@lisakudrow)

Myndböndin hafa vakið gríðarlega lukku á samfélagsmiðlum undanfarna daga enda hefur Friends verið mikið í umræðunni eftir að nýjasti þátturinn Friends: The Reunion kom út á dögunum.

mbl.is

#taktubetrimyndir