Á að segja vinum frá framhjáhaldi

Á að segja vinum frá framhjáhaldi?
Á að segja vinum frá framhjáhaldi? Ljósmynd/Colourbox

Kristín Tómasdóttir, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi fékk spurningu um daginn sem Kristín Sif ein af þáttastjórnendum Ísland vaknar vildi ræða í morgunþættinum Ísland vaknar.

Það var stelpa sem spurði Kristínu Tómasdóttur hvort hún ætti að segja vinkonu sinni frá því ef hún vissi af því að kærasti hennar væri að halda fram hjá henni.

Kristín, Jón Axel og Ásgeir Páll ræddu viðfangsefnið í þættinum og ákváðu að opna fyrir símann og heyra í hlustendum.

„Ég hef verið í þessum sporum að þurfa að segja vinkonu minni, ég er rosalega opin og ég bara varð að vera hreinskilin. Ef ég veit eitthvað þá vill ég frekar að þú vitir það, af því að ef þetta væri að gerast við mig þá myndi ég vilja vita það. Ég missti vinkonu mína. Við hættum að tala saman og við erum ekki vinkonur í dag. hún er enn þá með þessum manni, gift honum og allur pakkinn. Hún vissi, eða veit að hann er að halda fram hjá henni en hún bara vildi ekki að aðrir í heiminum vissu þetta og hún bara ákvað að loka á mig í staðin fyrir að loka á manninn sinn,“ segir kona sem hringdi inn og þekkti málið af eigin reynslu.

Önnur kona hringdi inn og sagðist hafa verið akkúrat hinu megin við línuna. Það er að segja, henni var greint frá því að maðurinn hennar væri að halda fram hjá.

„Ég er alls ekki þarna ég var svo þakklát,“ segir hún og bætir við: „Ég var mjög þakklát og við erum alveg ofboðslega miklar vinkonur í dag. Ég þakkaði fyrir bara um leið í rauninni. Það kom aldrei upp eitthvað svona í hennar garð.“

Umræðuna má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

#taktubetrimyndir