Velta buxum Trump fyrir sér

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Fyndasta frétt helgarinnar verður klárlega að vera um buxurnar hans Donalds Trumps. Kallinn var mættur til Norður-Karólínu um helgina, þar sem hann kom fram fyrir repúblikana. En þessi frétt snýst akkúrat ekkert um það hvað maðurinn sagði, en hann hélt víst 90 mínútna ræðu.

Það eru buxurnar sem skilja mest eftir sig. Donald var mættur á svið í bláum jakkafötum, eins og svo oft áður. Það sem fólk veltir núna fyrir sér í gríð og erg á Twitter er klofið á Trump.

Ég get ekki annað en flissað inni í mér yfir myndunum, en vanalega legg ég það ekki í vana minn að glápa í klofið á Trump. En þessar buxur eru undarlegar. Svo virðist sem hann hafi mögulega farið í þær öfugar, því framan á þeim er enginn rennilás, engin hneppa, ekkert!

Kannski er þetta nýjasta tíska. Kannski eru buxurnar svona eins og bleyjubuxur hjá börnunum. Hann bara kippir þeim upp. Hvað veit ég svo sem?mbl.is

#taktubetrimyndir