Spilaði á fiðlu fyrir hestana

Skjáskot/Instagram

Lífið býr yfir ótalmörgu fallegu og góðu og má þar meðal annars nefna dýr og tónlist.

Ég rakst á myndband á Instagram sem sameinar þetta tvennt þar sem fiðluleikarinn Ray Chen spilaði Vivaldi á fiðluna sína fyrir nokkra forvitna hesta úti á túni.

Tónlistin var dásamleg og hestarnir virtust njóta vel þar sem einn hreyfði hausinn í takt og virtist dansa smá.

Mjög krúttlegt og skemmtilegt og góð áminning að hlusta á eitthvað sem lætur okkur líða vel og njóta augnabliksins.

mbl.is

#taktubetrimyndir