Kylie stækkar veldið sitt

Kylie Jenner.
Kylie Jenner.

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Ég hef oft sagt að ég sé með þriðja augað þegar kemur að Hollywood-fréttum og ég get svo sannarlega sagt ykkur það að ég var búin að spá þessu sem ég segi ykkur núna frá.

Kylie Jenner er enn á ný að stækka veldið sitt, og í þetta sinn er hún líklegast að byrja með húðvörulínu fyrir börn. Hún birti nýlega mynd á gramminu af dóttur sinni Stormi, og taggar hana með „kyliebaby“. Instagram-reikningurinn „Kylie Baby“ hefur nú þegar verið „verified“ og er kominn með um 510.000 fylgjendur en hefur enn ekki birt neitt.

View this post on Instagram

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner)

Kylie gefur ekkert upp hvað hún er að brasa, en það er augljóst að það tengist börnum, en þriðja augað mitt sér mikla velgengni. Í fyrra sótti hún um að eignast vörumerkið „Kyle Baby“ og var það flokkað í húðvörum. Þannig að ég tel líklegt að við séum að tala um krem, olíur og fleira í þeim dúr.

View this post on Instagram

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner)

Kylie mun ekki eiga í neinum vandræðum með að finna módel fyrir nýju vörurnar, en Kardashian/Jenner-systurnar eiga samtals 9 börn sem eru hvert öðru fallegra.

Kylie er hvergi nærri hætt, en hún hefur einnig sent inn umsókn fyrir vörumerkin „Kylie Swim“, „Kylie Body“ og „Kylie Hair“. Þessu verður spennó að fylgjast með!

mbl.is

#taktubetrimyndir