Vill fá kossaatriði fjarlægt

JoJo Siwa og Kylie Prew
JoJo Siwa og Kylie Prew Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Barnastjarnan JoJo Siwa, sem kom út úr skápnum eins og frægt er orðið fyrr á þessu ári, vinnur nú að því hörðum höndum að fá atriði úr bíómyndinni „Bounce“, sem hún lék nýlega í, fjarlægt.

Ástæðan er sú að senan er kossaatriði milli JoJo og ónefnds karlmanns. JoJo er í sambandi við stúlku að nafni Kylie Prew og hefur að sögn aldrei verið ástfangnari og hamingjusamari en akkúrat núna.

JoJo segist ekki vilja sjá kossa eða atlot á skjánum af virðingu við kærustuna sína. Sérstaklega vegna þess að hún er að kyssa karlmann.

Segir hún einnig að líklegast muni aðdáendur hennar ekki gera greinarmun á henni og karakternum sem hún leikur. „Þetta atriði mun alltaf verða skrýtið fyrir bæði aðdáendur mína og mig. Ég er að gera mitt besta til að fá það fjarlægt, og ég hef trú á að það heppnist hjá mér.“

Ég vona að Will Smith, sem er einn af framleiðendum myndarinnar, klippi atriðið bara burt svo JoJo líði betur með sig og hlutverkið sitt.

mbl.is

#taktubetrimyndir