Grínaðist með að fara frá henni

Amy Schumer.
Amy Schumer. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Leikkonan Amy Schumer fagnaði enn einum hringnum í kringum sólina um síðustu helgi, en skvísan er orðin fertug. Hún og eiginmaður hennar eru þekkt fyrir mikinn húmor á samfélagsmiðlum, og var engin breyting á í þetta sinn.

Amy birti myndband á gramminu þar sem eiginmaður hennar, Chris Fischer, kemur syngjandi með köku til hennar í stofuna.

View this post on Instagram

A post shared by @amyschumer

Á kökunni stóðu skilaboðin: „Ég er að yfirgefa þig. Þetta var eina leiðin til að tilkynna þér það.“

Best að taka það fram að þetta var að sjálfsögðu allt saman grín og Amy og Chris eru hamingjusöm saman.

View this post on Instagram

A post shared by @amyschumer

mbl.is

#taktubetrimyndir