Safnaði pening fyrir veikum hundi

Hinn 8 ára gamli Bryson Kliemann er búsettur í Virginíu …
Hinn 8 ára gamli Bryson Kliemann er búsettur í Virginíu og á hund að nafni Bruce sem honum þykir mjög vænt um. Skjáskot/Instagram

Góðmennska er svo falleg, leynist víða og gefur oft tilbaka. Hinn 8 ára gamli Bryson Kliemann er búsettur í Virginíu og á hund að nafni Bruce sem honum þykir mjög vænt um.

Bruce veiktist fyrir stuttu og þegar Bryson fékk þær fréttir vildi hann safna pening svo Bruce gæti lagst inn á dýraspítala. Því ákvað hann að selja það dýrmætasta sem hann átti, sem voru sjaldgæf pokemon-spil, og setti hann af stað sölubás úti í garði hjá sér.

Fjölskylda Brysons hafði ekki efni á langri spítaladvöl fyrir hundinn og setti upp GoFundme-síðu í von um að safna smá peningum fyrir hundinn. Þau vonuðust eftir 800 dollurum en hafa nú náð að safna meira en 5.500 dollurum svo að hundurinn fær alla þá hjálp sem hann þarf.

Pokemon-fyrirtækið frétti af hetjudáð Brysons og sendi honum óvæntan glaðning með nýju safni af sjaldgæfum pokemon-spilum. Svo krúttlegt og við sendum batakveðjur á hundinn Bruce.

mbl.is

#taktubetrimyndir