Logi og Siggi í eldheitum þætti frá Grindavík

Síðdegisþáttur K100 er sendur út frá Kvikunni menningarhúsi í Grindavík í dag. Grindavík er án efa heitasta bæjarfélag landsins um þessar mundir, með heilt eldfjall í bakgarðinum. En það er líka nóg annað um að vera í þessu bæjarfélagi um þessar mundir, m.a. er sjómannadagshelgin framundan þar en hún er alltaf haldin hátíðleg í bæjarfélaginu.

Strákarnir fá meðal annars til sín fjölhæfasta Grindvíkinginn sem og heilan kvennakór en hægt er að fylgjast með beinni sjónvarpsútsendingu hér að neðan, á rás 9 í sjónvarpinu og svo auðvitað hægt að hlusta í útvarpinu. 

mbl.is

#taktubetrimyndir