Kýldi á draumana sína

Saga Líf lét drauminn rætast.
Saga Líf lét drauminn rætast. Skjáskot/Vikingwomen.is

Ævintýri, vellíðan og náttúra hljómar eins og mjög gott tríó. Fyrirtækið Viking Women er íslenskt ævintýraferða-fyrirtæki rekið af Sögu Líf Friðriksdóttur, sem sérhæfir sig í þessari þrennu. Ég fékk að spjalla aðeins við Sögu Líf um víkingakonu fyrirtækið.

Í Covid ástandinu missti Saga vinnuna sem leiðsögumaður og fór fljótt að hugsa hvert næsta skref yrði hjá sér.

„Mér leiddist svo svakalega í atvinnuleysinu að ég ákvað að kýla á að elta mína drauma,“ segir hún og stofnaði því í kjölfarið Viking Women.

Fyrirtækið sérhæfir sig í hágæða kvennaferðum um allt Ísland og einkennast ferðirnar af útivist, vellíðan, jóga, góðri næringu fyrir bæði sál og líkama, frábærum félagsskap og blússandi stemmingu að sögn Sögu.

Hægt er að fara í ýmsar fjallgöngu- og jógaferðir, ís-klifur, hellaferðir og margt fleira. Tilvalið fyrir konur að koma saman og finna sinn innri víking! Nánari upplýsingar má finna inn á www.vikingwomen.is

mbl.is

#taktubetrimyndir