Heldur því fram að Tristan sé faðirinn

Khloé Kardashian og Tristan Thompson.
Khloé Kardashian og Tristan Thompson.

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Enn á ný eru Tristan Thompson og Khloé Kardashian í fréttum fyrir mögulegt framhjáhald Tristans. Í þetta sinn er gamalt mál frá árinu 2020 aftur komið upp.

En í janúar árið 2020 fór Tristan í faðernispróf vegna barns sem kona að nafni Kimberly Alexander sagði að Tristan ætti. Faðernisprófið kom neikvætt út, og þar með sannað að hann ætti ekki drenginn sem Kimberly segir að Tristan eigi.

Vá mér líður eins og ég sé að segja ykkur söguþráð úr Glæstum Vonum.

Kimberly sagðist ekki treysta fyrra prófinu sem Tristan fór í þar sem læknastofan sem gerði prófið er tengd Kardashian fjölskyldunni. Taldi hún að átt hefði verið við niðurstöðurnar og hefur rætt þetta mikið á samfélagsmiðlunum sínum þar sem hún heldur því statt og stöðugt fram að Tristan sé faðirinn.

Einnig heldur hún því fram að Tristan eigi von á fleiri börnum með fleiri konum. Það sem fyllti mælinn hjá Khloé eru fölsuð skilaboð á Instagram sem Kimberly segir að Khloé hafi sent sér. Khloé hefur nú sent Kimberly lögfræðibréf þar sem hún krefst þess að Kimberly hætti þessum ásökunum og taki niður pósta á samfélagsmiðlum sínum sem tengist málinu.

Khloé, sorry þú verður að horfast í augu við vandann. Það er ansi mikill reykur í kringum Tristan....

View this post on Instagram

A post shared by E! News (@enews)mbl.is

#taktubetrimyndir