Fundust bein við hliðina á höllinni

Megan og Harry.
Megan og Harry. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Jahh ég skal segja ykkur það. Enn á ný bombast nöfn Harry og Meghan í fyrirsagnir vestanhafs, en í þetta sinn sögðu þau ekki orð um konugsfjölskylduna.

Page Six sagði frá því að uppgröftur ætti sér nú stað á lóð við hliðina höllinni sem þau búa í í Kaliforníu, en 10.000 ára gömul bein fundust á svæðinu. Lítur allt út fyrir að þau tilheyri ungling af Chumas fólkinu.

Lögreglan á svæðinu verst nú frétta af þessum beinafundi, en þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem lögreglan kemur á þetta svæði. Sem betur fer hafa beinagrindur nú ekki verið að finnast hægri vinstri, en það mætti kannski segja að 10.000 ára gömul bein séu skárri kostur en einhverjir innbrotsþjófar. En síðustu 9 mánuði hafa þeir verið tíðir á þessu svæði, en sem betur fer orðið lítt ágengt.

Í desember síðastliðnum var manni vísað burt af lóð Harry og Meghan, en hann mætti aftur tveim dögum seinna í innbrotsham. Eflaust virkilega óþæglegt fyrir Harry og Megs.

Ellen og Oprah búa rétt hjá þeim, þannig að eflaust eru einhverjir þjófarnir með peningaglampa í augunum.

View this post on Instagram

A post shared by Page Six (@pagesix)mbl.is

#taktubetrimyndir