Gerði lítið úr bróður sínum á Instagram

Hemsworth er helst þekktur fyrir að leika ofurhetjuna Thor
Hemsworth er helst þekktur fyrir að leika ofurhetjuna Thor AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Hinn 37 ára gamli Chris Hemsworth er þekktur fyrir að vera í þrusu góðu formi, enda hefur maðurinn leikið ofurhetjuna Þór í átta Marvel myndum og þá er einsgott að vera buffaður upp.

Chris er virkur á gramminu og birtir þar reglulega skemmtilegar myndir from down under, en hann er Ástrali og býr þar. Í síðustu viku birti hann krúttlega mynd af sér þar sem hann leiðir son sinn, og er Chris klæddur í hlýrabol og stuttubuxur. Undir myndina segist Chris hafa spurt son sinn hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór og svaraði sonur hans „Superman“ sem er væntanlega skellur fyrir ofurhetjuna Þór.

Á myndinni sést að Chris er í þrusuformi, en myndin er hinsvegar er tekin þannig að fótleggir Chris líta frekar grannvaxnir út miðað við restina af líkamanum.

Luke, bróðir Chris, mætti askvaðandi inn í kommentakerfið hjá Chris og skaut fast á hann : „Bro?! You´ve been skipping leg days again?“ Við þetta komment opnuðust flóðgáttir frá aðdáendum Chris og góðlátleg skot flugu um kjúklingaleggi og fleira í þeim dúr. Ég er nokkuð viss um að Chris tekur grínið á kassanum, en hann er mögulega byrjaður að pumpa leggi í ræktinni.

Skjáskot/Instagrammbl.is

#taktubetrimyndir