Ætlaði að brjótast inn á heimili Kim

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Kim Kardashian fékk nýlega nálgunarbann á Charles Peter Zelenoff, sem hefur síðastliðna mánuði lýst yfir ást sinni á Kim ásamt því að lýsa því í smáatriðum hvernig hann ætlaði að brjótast inn á heimili hennar.

Það sem var í raun punkturinn yfir i-ið var sú staðreynd að hann birti myndbandsupptökur sem teknar voru fyrir utan lóð Kim. Ég er búin að skoða gæjann á insta og hann er óþææææægilegt týpa!

Kim var hætt að standa á sama , en hún hefur aldrei deilt því opinberlega hvar hún búi og varð hún eðlilega óttaslegin yfir því að hann hefði þær upplýsingar. Charles var einnig orðinn mjög ofbeldisfullur í yfirlýsingum í hennar garð og pirraður á að Kim væri ekki að svara honum. Hann er boxari og miðað við það sem ég hef séð á gramminu, kolruglaður.

Það er spurning hvort að þetta nálgunarbann virki eitthvað á kauða, en mikið vona ég það.

Kim er ekki eina systirin með nálgunarbann, en Kendall Jenner fékk einnig nálgunarbann nýlega á mann sem ofsótti hana. Það er sko ekki dans á rósum að vera frægur krakkar mínir.

mbl.is

#taktubetrimyndir