Verða með kvikuna frá eldgosinu á hælunum

Logi Bergmann og Siggi Gunnars taka þátt í að starta …
Logi Bergmann og Siggi Gunnars taka þátt í að starta Sjómanna- og fjölskylduhátíðinni í beinni útsendingu frá menningarhúsinu Kvikunni á föstudaginn. Ljósmynd/Ómar

Við elskum Ísland og verðum í ferðagírnum í allt sumar, við förum vítt og breytt um landið og kynnumst allri þeirri upplifun sem Ísland hefur uppá að bjóða.  

Við hófum ferðalagið á Sumarborginni Reykjavík þar sem Helgarútgáfan var í beinni útsendingu frá bókabúð Máls og menningar á Laugavegi en nú verður ferðinni haldið áfram og förum við til Grindavíkur.

Þeir Logi Bergmann og Siggi Gunnars verða með kvikuna frá eldgosinu á hælunum í Síðdegisþættinum, föstudaginn 4. júní í beinni útsendingu frá heitasta bænum á landinu.

Okkur langar að kynnast Grindavíkurbæ betur og sjá hvað bærinn hefur uppá að bjóða, sláum á létta strengi og tökum þátt í að starta Sjómanna- og fjölskylduhátíðinni í beinni útsendingu frá menningarhúsinu Kvikunni.

Við elskum Ísland og tökum skemmtilegu leiðina heim inn í helgina á föstudaginn.

Fylgstu með á K100 í allt sumar – Við elskum Ísland.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir