Áminning til borgarbúa að taka sér frí

Skjáskot/Youtube

Sænsk-íslenski tónlistarmaðurinn Freyr Rögnvaldsson gaf út breiðskífuna Nicotine Bunker á dögunum en platan er að mestu leiti byggð á lögum sem urðu til á fjórum vikum í stúdíói í Vancouver.

Freyr hefur getið sér gott orð undanfarið en hann er uppalin í Svíþjóð og býr í Stokkhólmi en heldur eftir bestu getu tengslum við uppruna sinn á Íslandi.

Breiðskífan varð til eftir ferðalag Freys frá Seattle upp eftir kyrrahafsströndinni og til Vancouver en þar fékk Freyr innblástur af stórkostlegri náttúru og andrúmslofti í borginni.

Hægt er að hlusta á breiðskífuna á Spotify en myndband við lagið Modern Ages sem er áminning til borgarbúa allra landa um að taka sér frí frá borgarmenningunni til þess að anda að sér fersku lofti má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is

#taktubetrimyndir