Setja Reykjavík í sumarbúninginn

Fólk nýtur sólarinnar á Austurvelli.
Fólk nýtur sólarinnar á Austurvelli. Morgunblaðið/Styrmir Kári

„Borgin er bara á fullu í hvað á maður að segja, gera okkur tilbúin fyrir sumarið, setja hana í sumarbúninginn og undirbúa og gera og græja. Það er búið að flikka upp á göngugöturnar, það var verið að opna nýjan leikvöll hérna upp á Káratorgi. Við erum svona að gera borgarrýmið meira fyrir fólk, þannig að það er allt í vinnslu,“ segir Björg Jónsdóttir verkefnisstjóri sumarborgarinnar í viðtali við Helgarútgáfuna.

Borgarkortið er vara sem hefur verið til í þónokkur ár en Björg segir allt of fá vita af henni.

„Þetta hefur alltaf verið markaðssett fyrir erlenda gesti en svo náttúrulega bara eins og í fyrra að þá varð maður náttúrulega svo var við það þegar ferðamaðurinn kom ekki og þegar fólk fór að uppgötva borgina sína og það var svo gaman að sjá það,“ segir hún.

Þægileg og hagkvæm leið til að upplifa Reykjavík

Borgarkortið er þægileg og hagkvæm leið til þess að upplifa Reykjavík en með því fær fólk frían aðgang að fjölda safna og sundlauga ásamt því að gilda sem aðgangseyrir í strætó innan höfuðborgarsvæðisins og í Viðeyjarferjuna. Það veitir einnig ýmsa afslætti af verslun og þjónustu.

„Þú getur keypt þér kort á netinu, verið í Garðabænum eða Grafarvoginum, keypt þér borgarkortið, tekið strætó og komið við í uppáhalds sundlauginni þinni sem er fjarri þinni heimabyggð, skroppið út í Viðey, komið hérna aftur niður í bæ farið á öll söfnin okkar og svo fengið kannski góðan díl á veitingastöðum eða annari þjónustu eða afþreyingu,“ segir Björg sem segir kortið leiða fólk áfram og að stemningin sé svolítið eins og að vera komin til útlanda.

Kortið er hægt að nálgast á Borgin okkar og viðtalið við Björg má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:  

mbl.is

#taktubetrimyndir