Opna dyrnar að menningarhúsinu í dag

Veitingamaðurinn „Við viljum að fólk upplifi þennan stað sem innlegg …
Veitingamaðurinn „Við viljum að fólk upplifi þennan stað sem innlegg í menningu okkar, með bækur, lifandi tónlist og myndlist,“ segir Garðar Kjartansson Ljósmynd/Árni Sæberg

„Þessi staður er náttúrulega bara hjarta borgarinnar og ég komin á þennan aldur var hérna sem barn í þessari bókabúð og ég held að við öll sem komum fram í þættinum í dag höfum einhvern tíma verið börn hérna inn í þessari búð og munum eftir þessu sem bókabúð og það kom aldrei annað til greina heldur en að halda bókunum og hafa þær hérna inni,“ segir Garðar Kjartansson sem undanfarnar vikur hefur staðið í því að undirbúa bókabúðir Máls og menningar sem nýtt menningarhús í miðborginni.

Garðar og Kamilla Gnarr mættu í viðtal í Helgarútgáfuna sem hóf Við elskum Ísland síðustu helgi og byrjaði á því að skoða Reykjavík. Þau segja nýja menningarhúsið vera vettvang fyrir lifandi tónlist í hjarta borgarinnar.

Lifandi tónlist öll kvöld

„Tónlist og bækur fara mjög vel saman, það er gott hljóð og svona. Tónlistarmenn hafa sagt mér að vera svona nálægt áhorfendum skiptir miklu máli heldur en að vera kannski langt aftur í sal og hér er búið að bóka óhemju mikið af fólki. Við erum alveg komin með júní gjörsamlega fullan, tónleikar á hverjum einasta degi klukkan 20,“ segir Garðar.

Salurinn Bækur setja svip sinn á staðinn. Gestirnir verða í …
Salurinn Bækur setja svip sinn á staðinn. Gestirnir verða í mikilli nálægð við tónlistarfólkið Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Já ég er búin að taka við af því að sjá um það með Garðari og Ísold og við erum já búin að bóka já alveg út allan júní og allan júlí og alveg fram í ágúst,“ segir Kamilla.

Í menningarhúsinu verður lifandi tónlist, bókasala, listaverk á veggjum sem verða til sölu og kaffitería sem er opin alla daga.

„Svo ætlum við líka að hafa margt annað í boði, þetta verður mjög fjölbreytt. Við ætlum líka að koma með uppistand og bókalestur og ljóðalestur og allskyns viðburði og við erum búin að setja okkur í samband við til dæmis Hinsegin daga og ætlum að gera eitthvað með þeim. Þetta er líka bara menningarhús, bókabúðir Máls og menningar það þarf að vera fjölbreytt úrval í gangi,“ segir Kamilla.

Húsið opnar í dag klukkan 13 og alla helgina verður frítt inn á tónlistarviðburði á kvöldin.

Viðtalið við Garðar og Kamillu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

#taktubetrimyndir