Stjörnurnar hópuðust saman á Laugaveginum

Það var góð stemning á K100 á laugardaginn.
Það var góð stemning á K100 á laugardaginn.

Það var sannkölluð borgar- og Eurovision-stemning á K100 á laugardaginn þegar verkefninu „Við elskum Ísland“ var hrint af stað. „Við ætlum að ferðast um landið og beina kastljósinu að spennandi áfangastöðum innanlands í sumar. Það var því vel við hæfi að byrja í sjálfri höfuðborginni Reykjavík en sumarborgin er að byrja að blómstra um þessar mundir,“ segir Siggi Gunnars, dagskrár- og tónlistarstjóri K100. „Það er nefnilega svo dásamlegt að fara í borgarferð til Reykjavíkur, hvort sem þú býrð í borginni og vilt fara í frí án þess að ferðast eða þú kemur utan af landi til þess að njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða,“ bætti hann við.

Helgarútgáfan reið á vaðið og sendi út þáttinn sinn frá Bókabúðum Máls og menningar sem er nýtt menningarhús á Laugaveginum. Komu þar bæði fulltrúar Reykjavíkurborgar og Eurovision-stjörnur því útsendingin lenti á sjálfum Eurovision-deginum.

Hér að neðan getur þú séð myndbrot frá útsendingunni.

Björg Jónsdóttir fræddi okkur um sumarborgina Reykjavík og Borgarkortið sem opnar borgina upp. Hægt er að finna allar upplýsingar um hvað hægt er að gera í Reykjavík í sumar á borginokkar.is

Euro-drottningarnar Birgitta Haukdal og Jóhanna Guðrún mættu í spjall um keppnina og brustu í söng og tóku búta úr Eurovision-lögunum sínum sem kallaði fram gæsahúð.

Við fengum að heyra allt um nýja menningarstaðinn Bókabúðir Máls og menningar sem opnar um næstu helgi í sögufrægu húsi á Laugaveginum.

Þeir Friðrik Ómar og Jógvan voru heldur betur í Eurovision- og sveitastuði. Það var baðstofustemning við flygilinn.

Gunni Hilmars og Kormákur eru kúl borgarkettir og ræddu um lífið í miðborginni í Helgarútgáfunni.

Að lokum var Two Tricky reunion í beinni en það voru akkúrat 20 ár síðan þau komu fram á Parken og tóku 3 stig á þessum fræga velli.

Næsti viðkomustaður „Við elskum Ísland“ verður Grindavík föstudaginn 5. júní.

mbl.is

#taktubetrimyndir