Í beinni: Eurovisionstemning úr sumarborginni Reykjavík

Mikill fjöldi gesta í Helgarútgáfunni í beinni útsendingu til 13.00 …
Mikill fjöldi gesta í Helgarútgáfunni í beinni útsendingu til 13.00 í dag.

Helgarútgáfa K100 er í beinni útsendingu frá Bókabúðum Máls og menningar á Laugavegi frá 09 til 13 í dag. Í tilefni Sumarborgar fáum við í heimsókn til okkar verslunar- og veitingafólk úr miðborginni sem er að springa út eftir vetur og veiru. Einnig verður Eurovisionstemning í þættinum. Karl Olgeirs verður á flyglinum og að sjálfsögðu fáum við til okkar Eurovision-stjörnur sem taka fyrir okkur lagið.

Þú getur horft á útsendinguna úr miðborginni hér að neðan en einnig er hægt að fylgjast með á Rás 9 í sjónvarpi Símans og svo auðvitað hlusta í útvarpinu.

Við heyrum í hinum eina og sanna Kormáki frá Kormáki og Skildi sem fer yfir verslunarhlutann í miðborginni, Garðar Kjartans sem opnar nú Bókabúð Máls og Menningar ræðir við okkur um veitingageirann og menningu í miðbænum og Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri Sumarborgarinnar, segir okkur allt um afþreyingu, viðburði og fleira skemmtilegt sem verður um að vera í borginni í sumar.

Kristján Gísla og Gunni Óla kíkja við en þeir voru auðvitað í ferðinni frægu með Einari okkar. Friðrik Ómar og Jógvan taka einnig lagið sem og Jóhanna Guðrún og Birgitta Haukdal. Sannkölluð júróveisla sem þið vijið bara alveg svoleiðis engan veginn missa af!

mbl.is

#taktubetrimyndir