Euro-stjörnur taka lagið í Helgarútgáfunni

Á laugardaginn verður heldur betur heitt í kolunum í Helgarútgáfunni en þá verður sérstök þriggja stiga stórveisla hjá þeim Einari Bárðar, Önnu Möggu og Yngva Eysteins.

Þríeykið ætlar að bregða undir sig betri fætinum og koma sér fyrir í húsnæði Máls og menningar á Laugavegi og gera allt vitlaust því í ár eru 20 ár frá mesta afreki Íslendinga á Parken, heimavelli Dana.

Af því tilefni og af því að lokakeppnin fer fram í Rotterdam á laugardag verður ansi mikið Euro-stuð í Máli og menningu en meðal þeirra gesta sem kíkja í heimsókn eru Kristján Gísla og Gunni Óla sem voru í ferðinni frægu með Einari.

En þá er ekki allt upptalið því nokkrar af skærustu Euro-stjörnum okkar Íslendinga koma í heimsókn, fá sér Lavazza og bresta kannski í söng. 

Jóhanna Guðrún, Birgitta Haukdal, Sigga Beinteins, Friðrik Ómar og Jogvan mæta en Karl Örvarsson verður á flyglinum og leikur nokkur vel valin lög með gestunum.

Þá líta þau Einar, Anna Magga og Yngvi í kringum sig og fá til sín kaupmenn og veitingafólk í miðborginni sem er að springa út eftir vetur og veiru og við það að komast í dúndrandi gír.

Hlustaðu á Helgarútgáfuna í beinni útsendingu á K100 laugardaginn 22. maí á milli 9 og 13.

mbl.is

#taktubetrimyndir