Við elskum Ísland í allt sumar

Fylgstu með á K100 í allt sumar.
Fylgstu með á K100 í allt sumar.

Við elskum Ísland og verðum í ferðagírnum í allt sumar. 

Þáttastjórnendur okkar ætla að bregða undir sig betri fætinum og ferðast vítt og breitt um landið á Toyota Higlander og kynnast allri þeirri upplifun sem Ísland hefur upp á að bjóða. Við skoðum áhugaverða staði, sláum á létta strengi og spyrjum spjörunum úr, allt í beinni útsendingu hér á K100.

Við hefjum ferðalagið á Sumarborginni Reykjavík í beinni útsendingu klukkan níu næstkomandi laugardag frá bókabúð Máls og menningar á Laugavegi þegar Helgarútgáfan fær til sín góða gesti.

Alla vikuna kynnumst við svo fjölbreyttri verslunarflóru, veitingastöðum, söfnum og öðru sem gerir þína upplifun í Reykjavík einstaka.

Fylgstu með á K100 í allt sumar – Við elskum Ísland.

mbl.is

#taktubetrimyndir