Sendi hræðileg skilaboð til fjölda stjarna

Chrissy Teigen liggur nú undir feld.
Chrissy Teigen liggur nú undir feld. mbl.is/AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Chrissy Teigen liggur undir feld, en síðustu daga hafa gömul tvít frá henni verið að koma upp á yfirborðið.

Tvítin eru frá árinu 2011, og ég verð að segja, að þau eru vægast sagt sjokkerandi. Í þeim er hún meðal annars að óska þess að raunveruleikastjarnan Courtney Stodden, sem var þá 16 ára gömul, myndi enda líf sitt. Henni finnist hún ógeðsleg og að hún hataði hana. Einnig á hún að hafa sent henni prívat skilaboð sem voru álíka ógeðsleg.

Það var ekki bara Courtney sem varð fyrir barðinu á henni, en Lindsay Lohan lenti einnig í ógeðfelldum tvítum frá Chrissy, þar sem Chrissy sagði árið 2011 að Linsday skæri sig á púls í hvert sinn sem hún sæji Emmu Stone, leikkonu.

Þetta er bara brot af því sem Chrissy henti frá sér þarna back in the day, og voru Lindsay og Courtney ekki þær einu sem fengu að finna fyrir Chrissy.

Chrissy hefur sent frá sér yfirlýsingu á Twitter í kjölfarið þar sem hún biðst afsökunar á orðum sínum...en ætli það komi ekki nokkrum árum of seint.

Þetta er að draga dilk á eftir sér því það virðist vera að verslunarrisinn Macy´s sé búið að rifta samning við hana, en Macy´s seldi eldhúslínu sem Chrissy hannaði. Vörurnar eru hvergi sjáanlegar á vefsíðu Macy´s, og nokkuð ljóst að Chrissy þarf að hugsa sig vel um hvað hún segir og gerir næst.

Skjáskot af leitarvél Macy's.mbl.is

#taktubetrimyndir