Alls ekki sátt við þættina um líf þeirra

Pamela Anderson er ekki sátt með nýju þættina sem eru …
Pamela Anderson er ekki sátt með nýju þættina sem eru í vinnslu. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Ég sagði ykkur frá því fyrir ekki svo löngu að þættir um líf Pamelu Anderson og Tommy Lee væru í bígerð, en nú er allt komið á fullt í framleiðslu á þáttunum. Leikkonan Lily James og Sebastian Stan fara með hlutverk þeirra í þáttunum, og það er ótrúlegt hversu vel þau ná þeim í útliti. Myndir hafa verið að birtast af þeim á setti og ég er orðin spennt að sjá þá.

Annað mætti segja um Pamelu, en hún er víst alls ekki sátt við það að þessir þættir séu nú í framleiðslu hjá Hulu og er ekki jafn spennt og ég fyrir þeim.

Náinn vinur hennar sagði í viðtali við The Sun að hvorki Tommy né Pammy ætli sér að horfa á þessa ódýru þætti. Líta þau á þættina sem grín og leið til að græða peninga.

Framleiðandi þáttanna hafði samband við Pamelu áður en tökur hófust og bauð henni að vera svokallaður ráðgjafi, en hún afþakkaði mjög ákveðið. Hún og Tommy hafa hvorugt áhuga á að bendla sig við þá.

Pælið samt í því, það er hægt að gera þætti um líf stjarnanna, þeirra „einkalíf“ og þau hafa ekkert um það að segja.

But that´s the price you pay for fame, er það ekki?

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir