Var kúgaður til að koma út úr skápnum

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Colton Underwood, samkynhneigði Bachelorinn okkar, segir frá því í viðtali við Variety að hann hafi verið kúgaður til að koma út úr skápnum.

Forsaga málsins er sú að hann heimsótti spa í LA sem var eingöngu ætlað samkynhneigðum karlmönnum. Í kjölfarið fékk hann nafnlausan tölvupóst frá aðila sem hótaði að birta nektarmyndir af honum úr þessu tiltekna spa-i og segja öllum að hann væri samkynhneigður.

Colton ráðfærði sig við umboðsmann sinn og í kjölfarið ákvað Colton að koma út á sínum eigin forsendum. Hann veit hins vegar ekki hvort viðkomandi aðili hafi virkilega haft þessar tilteknu myndir undir höndum, en hann vildi enga sénsa taka. Augljóslega vissi þessi aðili að Colton hefði heimsótt þetta spa, því dagsetning og fleiri smáatriði pössuðu.

Colton vonar að sagan hans, sem samkynhneigður karlmaður úr mjög trúaðri fjölskyldu, muni hjálpa einhverjum með sama bakgrunn. Colton segir að pabbi hans sé mjög stoltur af trú sinni, en að hann sé einnig stoltur af því að segja frá því að sonur sinn sé samkynhneigður.mbl.is

#taktubetrimyndir