Tilkynntu um trúlofun sína á Instagram

Jason Tartick og Kaitlyn Bristowe tilkynntu um trúlofun sína í …
Jason Tartick og Kaitlyn Bristowe tilkynntu um trúlofun sína í gær. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Bachelor-hjartað okkar í Bachelor Nation stútfylltist í gærkvöldi þegar Jason Tartick og Kaitlyn Bristowe tilkynntu um trúlofun sína á gramminu.

Kaitlyn heldur úti vinsælu hlaðvarpi „Off The Vine“ og í lok upptöku á einum þætti birtist Jason með risahring og sagði að það væri ekki erfitt að velja hana að eilífu. „Ohh my heart.“

Kaitlyn og Jason kynntust þegar Jason mætti árið 2018 í viðtal í hlaðvarpinu hennar. Þá var hún nýhætt með Shawn Booth, sem hún endaði á að velja í Bachelorette, og Jason var nýbúinn að ljúka þátttöku sinni í sínum þáttum af The Bachelorette.

Eftir að þau kynntust var ekki aftur snúið og byrjuðu þau að deita í janúar 2019. Þau hafa glatt okkur mikið í Bachelor Nation með ást sinni og gleði. Þau smellpassa svo vel saman að það er ótrúlegt.

Ég held að ég geti bara ekki lýst því hversu hamingjusöm ég er með þennan ráðhag og sendi að sjálfsögðu hamingjuóskir frá okkur hér á K100.

mbl.is

#taktubetrimyndir