Pissaði í flösku í innkeyrslu Cruise

Tom Cruise (t.v.) og Seth Rogen (t.h.).
Tom Cruise (t.v.) og Seth Rogen (t.h.). Ljósmynd/Samsett

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Leikarinn og húmoristinn Seth Rogen sagði eina góða pissusögu hjá Howard Stern á mánudaginn. Þar sat hann og rifjaði upp þegar hann átti fund við Tom Cruise í sambandi við grínverkefni sem Tommi var með í pípunum.

Á leiðinni upp að húsi Toms þurfti Seth akkúrat að pissa og gat alls ekki haldið í sér. Ákvað hann þegar hann var kominn hálfa leið upp að húsinu  innkeyrslan að húsinu var löng  að zippa sér út úr bílnum og pissa í Snapple-flösku, sem hann skilur svo eftir í trjárunna.

Það er svo á leiðinni til baka eftir fundinn að Seth tekur eftir sér til skelfingar að rautt ljós blikkar í runnanum sem hann var að pissa í flöskuna í. Hann stöðvar bílinn og þar blasir við honum þessi líka flotta öryggismyndavél.

Þannig að Tom Cruise á myndband af Seth pissa í flösku og skilja hana eftir í runna.



mbl.is

#taktubetrimyndir