Stórkostlegt að vinna með Jennifer Lopez

Josh Duhamel er myndarlegur maður.
Josh Duhamel er myndarlegur maður. mbl.is/Cover media

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Leikarinn Josh Duhamel sagði frá því í viðtali við Jimmy Fallon að það hefði verið stórkostlegt að vinna með Jennifer Lopez í kvikmyndinni „Shotgun Wedding“.

Myndin var tekin upp í Dóminíska lýðveldinu og sagðist Josh hafa átt virkilega erfitt með hitann, ólíkt mótleikkonu sinni. Hann segir að meira en helming myndarinnar líti hann út fyrir að hafa skriðið upp úr á, svo sveittur hafi hann verið, á meðan JLo hafi litið guðdómlega út allan tímann.

Shotgun Wedding er rómantísk gamanmynd sem JLo og Ryan Reynolds framleiða saman og býst ég alls ekki við Óskarsverðlaunamynd. Þetta mun hins vegar 100% verða mynd sem maður hallar sér aftur í bíó og gleymir sér yfir í 2 klukkutíma. Enda tvö augnakonfekt í aðalhlutverkum.mbl.is

#taktubetrimyndir