Endurgerir listaverk með hundinum

Skjáskot/Instagram

Listakonan Eliza Reinhardt og hvolpurinn hennar Finn eru dásamlegt dúó og öflugt teymi í listsköpun.

Í upphafi Covid-faraldursins fóru mörg skemmtileg „heimaverkefni“ af stað í von um að hvetja fólk til að gera eitthvað skemmtilegt. Meðal þeirra var að endurskapa heimsfræg listaverk heima fyrir og deila afrakstrinum.

View this post on Instagram

A post shared by Eliza (@eliza_reinhardt)

Framtakið gekk undir nafninu The Getty Museum Challenge, eftir safni í Los Angeles sem hefur að geyma mörg söguleg verk. Samkvæmt Upworthy tóku Reinhardt og Finn þátt í því og hafa ekki hætt síðan, þar sem þau hafa endurskapað fjöldann allan af frægum listaverkum eftir listmálara á borð við Picasso, Pollock og Van Gogh. Hver mynd er 4-6 klukkutíma að verða tilbúin og þær erfiðustu allt að 10 klukkutíma!

View this post on Instagram

A post shared by Eliza (@eliza_reinhardt)

Reinhardt heldur áfram að deila slíkum myndum af sér og hvolpnum sínum á instagramsíðu sinni og dreifa myndirnar gleði og ótrúlegum krúttlegheitum.

Hvolpurinn Finn hefur tekið að sér ýmis hlutverk og brugðið sér í hlutverk manneskju oftar en ekki, þar sem takmarkað upplag er af frægum hundamálverkum, og að sögn eigandans getur hann verið hvað sem er í heiminum.

View this post on Instagram

A post shared by Eliza (@eliza_reinhardt)

Reinhardt segir hann hafa tekið þetta mjög alvarlega og haft gaman af. Stundirnar heima fyrir hafa verið ótrúlega skemmtilegar og tíminn liðið hratt. Ótrúlega skemmtilegt framtak sem heldur áfram að dreifa gleðinni.

mbl.is

#taktubetrimyndir