Allir að kyssast í lok heimsfaraldursins

Skjáskot/Youtube

Ný auglýsing frá tyggjóframleiðandanum Extra kom út á dögunum en þar sýna þeir hvernig fólk gæti brugðist við þeim fréttum að heimsfaraldurinn sé liðinn undir lok.

Í auglýsingunni má sjá fólk hlaupa út á náttfötunum, með klósettpappír í höndunum, algjörlega tilbúið til þess að eiga náið samneyti við annað fólk.

mbl.is

#taktubetrimyndir