Segir Khloé að hætta með Tristan

Vivica A. Fox (t.v.) og Khloé Kardashian (t.h.).
Vivica A. Fox (t.v.) og Khloé Kardashian (t.h.). Ljósmynd/Samsett

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Vivica A. Fox gaf Khloé Kardashian ráð í nýjasta þættinum af „Coctail With Queens“. Mögulega óumbeðið ráð.

Hún segir Khloé að segja skilið við Tristan Thompson eftir að nýjustu framhjáhaldssögurnar fóru í loftið.

Vivica segir að Khloé eigi að kenna dóttur sinni True að standa fast á sínu og láta ekki einhvern typpaling (afsakið orðbragðið) fara illa með sig. Það sé ótrúlegt að Khloé skuli ætla að hangsa bara áfram með manninum og láta hann komast upp með að halda framhjá henni ítrekað.

Tristan hefur nú þegar ráðið sér lögmann og lagt fram kærur á hendur stúlkunni sem heldur sögunum fram.

Sidney, sem um ræðir, segist ekki vera lygari og hún muni sanna það. Hún heldur því ennþá fram að hún hafi dandalast með Tristan í janúar síðastliðnum.

Ég verð að vera sammála Vivicu.
Khloé, you got to let him go woman!!

mbl.is

#taktubetrimyndir