Manúela er komin til Miami

Manúela Ósk Harðardóttir
Manúela Ósk Harðardóttir Instagram

Helgarútgáfan með þeim Einari Bárðar, Önnu Möggu og Yngva Eysteins verður á sínum stað í dag á K100 á milli klukkan 9 og 12.

Manúela er komin til Miami en Miss Universe fer þar fram næstu helgi. Helgarútgáfan heyrir ferðasögu hennar og forvitnast um hvort hún hafi skellt sér í bólusetningu þar ytra. 

Jóel Sæmundsson leikari blæs til afmælisveislu en einleikurinn Hellisbúinn er 30 ára. Í tilefni afmælisins verður Hellisbúinn sýndur í Gamla bíói en Jóel bregður sér í hlutverk hans.

Sigga Eyrún leik- og söngkona er að senda frá sér glænýtt lag. Helgarútgáfan forvitnast um tilurð lagsins og um hvernig leikhúsið er að lifna við um þessar mundir.

Herra Hnetusmjör situr ekki auðum höndum þessa dagana og kíkir í Helgarútgáfuna á K100. Hann rappar fyrir Olís í nýrri og skemmtilegri auglýsingu og er einnig að gefa út nýtt lag.

Það skotgengur að bólusetja þjóðina og við horfum björtum augum til sumarsins. Af því tilefni fær Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, óskalag úr eldlínunni.

mbl.is

#taktubetrimyndir