Helgi Björns gefur út nýtt lag í dag

Helgi Björns.
Helgi Björns. Ljósmynd/Aðsend

Helgi Björnsson gefur út nýtt lag í dag sem ber nafnið Ekki ýkja flókið. Lagið er samið af Helga og Jóni Jónssyni en textinn er eftir Einar Lövdahl Gunnlaugsson. Upptökustjórn var í höndum Arnars Guðjónssonar. Helgi verður gestur Loga Bergmann og Sigga Gunnars í síðdegisþættinum á K100 í dag, eftir kl. 16.00.

Hægt er að hlusta á lagið á Spotify í spilaranum hér fyrir neðan:

Rokkhljómsveitin Superserious gefur einnig út út lag í dag sem ber heitið let's be grown ups.

Fyrr á árinu gaf Superserious út lagið let's consume en hljómsveitin gerði nýlega útgáfusamning við Öldu Music

Hægt er að hluta á lag Superserious á Spotify í spilaranum hér fyrir neðan:

Þá gefur Steinar Baldursson, sem gengur undir listamannsnafninu GREYSKIES, út lagið On the Run. Og er einnig hægt að hlusta á það á Spotify í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is

#taktubetrimyndir