Áttaði sig á fyndnum mistökum tveimur árum of seint

Rapparinn og lagahöfundurinn T-Pain.
Rapparinn og lagahöfundurinn T-Pain. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Rapparinn og lagahöfundurinn T-Pain deildi tryllingslega fyndnu myndbandi á Instagram á dögunum.

Eins og flestir vita sem nota grammið eitthvað af viti, þá er svokölluð „messege request“-mappa þar. Þar lenda skilaboð frá fólki sem maður er sjálfur ekki að „followa“.

Nú T-Pain var að uppgötva þessa möppu og þar sá hann sér til skelfingar hundruð skilaboða from the celebrity world. Við erum að tala um að Fergie, Channing Tatum, ýmsar hljómsveitir, fréttamiðlar og svo mætti lengi telja eru öll búin að reyna að senda honum skilaboð síðastliðin tvö ár! Þetta er algjört kast!

View this post on Instagram

A post shared by T-Pain (@tpain)

Skiptu skilaboðin hundruðum og ég held að T-Pain þurfi að fá smá instagramkennslu. Er að spá í að senda honum skilaboð svona fyrst hann er búinn að uppgötva request-hólfið sitt loksins. Hann gæti séð mig.

View this post on Instagram

A post shared by T-Pain (@tpain)mbl.is

#taktubetrimyndir