Kærustur urðu kóngur og drottning

Kærusturnar Annie Wise og Riley Loudermilk.
Kærusturnar Annie Wise og Riley Loudermilk. Ljósmynd/Jisha Joseph

Kærusturnar Annie Wise og Riley Loudermilk urðu á dögunum konungur og drottning í menntaskólanum sínum.

Þær eru búsettar í Ohio í Bandaríkjunum og hefur löngum verið vinsæl hefð hjá Bandaríkjamönnum að halda svokallað prom eða árshátíðarball þar sem kosið er um konung og drottningu ballsins.

Stúlkurnar unnu þessa titla og kom þetta þeim skemmtilega á óvart samkvæmt frétt frá Upworthy. Þær segja að samkvæmt rannsóknum sínum séu þær fyrsta hinsegin parið sem hlotið hefur þennan titil í bandarískum skóla.

Upplifunin var að eigin sögn mögnuð og ógleymanleg, þar sem fólk samgladdist innilega og táraðist úr gleði. Skólinn birti mynd af stelpunum á Facebook til að óska þeim til hamingju. Myndin fékk um 4.500 læk og tæplega 2.000 komment, sem voru flest jákvæð og uppbyggileg þrátt fyrir einhverjar neikvæðar raddir sem fá ekki að taka pláss hér.

Wise og Loudermilk vonast til þess að ást þeirra hjálpi öðru ungu LGBTQ-fólki að taka pláss og styðja við þá sem ekki eru enn komnir út. Ótrúlega flottar ungar konur hér á ferð. Áfram margbreytileikinn, fjölbreyttar fyrirmyndir og ástin!

mbl.is

#taktubetrimyndir