Ásaka Meghan um ritstuld

Meghan Markle er að gefa út bók.
Meghan Markle er að gefa út bók. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Meghan Markle virðist ekki gera neitt rétt elsku kellan. Á næstunni mun barnabók eftir hana koma út sem heitir „The Bench“  eða Bekkurinn. Er hún skrifuð sem ástaróður til Harrys og Archies litla, og sambandsins sem þeir feðgar deila.

Bókin er ekki enn komin út en það stoppar ekki netverja í að hjóla í Meghan og ásaka hana um ritstuld. Eiga þeir þar við bókina „The boy on the bench“ og halda því fram að bókin hennar Meghan sé ekki bara með svipað nafn og útlit heldur einnig söguþráð.

Meghan fær vörn úr óvæntri átt, en höfundur bókarinnar sem Meghan er ásökuð um að stela hugmyndum frá segir að þetta sé allt tóm þvæla. Engin líkindi séu með bókunum. Hvorki söguþræði, boðskap né útliti.

Mikið ofboðslega hlýtur að vera erfitt að vera Meghan og fá aldrei frið.

mbl.is

#taktubetrimyndir