Vissu ekki hvort hann væri stelpa eða strákur

Leik­ar­inn Dwayne Johnson, einnig þekkt­ur sem The Rock.
Leik­ar­inn Dwayne Johnson, einnig þekkt­ur sem The Rock. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Dwayne Johnson, eða The Rock, sagði frá því í viðtali við Sunday Today with Willy Geist að þegar hann var á aldrinum 7-11 ára var fólk ekki með það á hreinu hvort hann væri stelpa eða strákur.

Hann segist hafa haft frekar mjúkar línur, ólíkt stálvöðvunum sem hann skartar í dag og sítt krullað hár.

Hann lýsti því þegar hann settist niður á fyrsta degi í nýjum skóla að á fyrstu 60 sekúndunum hafi drengur sem sat við hlið hans spurt hann hvort hann mætti spyrja hann að einu. Dwayne hélt það nú.

Þá spurði nýi vinurinn : „Ertu stelpa eða strákur?“

Ég get nú ekki annað en flissað upphátt, því hann hefur svo sannarlega breyst frá því að líta út eins og stelpa.

Snarsköllóttur, með upphandleggsvöðva sem sprengja skyrtur og brjóstkassa sem getur brotið glas.

Ég veit hvað þið eruð að hugsa; „Vá hvað þetta var rosa flott lýsing á karlmanninum sem The Rock er í dag.“

Dwayne hefur gaman af því að segja sögur af sér og hann hefur mikinn húmor fyrir sér sem ég fíla.

Frétt frá: Page Six.

mbl.is

#taktubetrimyndir