Skráði sig í snyrtiskóla 79 ára gamall

Hann hefur nú þegar lært að nota krullujárn og hvernig …
Hann hefur nú þegar lært að nota krullujárn og hvernig á að nota maskara. Skjáskot/Instagram

Förðunarnám getur svo sannarlega verið fyrir alla og spyr ekki um aldur eða aðstæður.

79 ára gamall maður skráði sig á dögunum í snyrtiskólann Delmar College of Hair and Esthetics í Calgary í Kanada.

Ástæða þess að hann fór að verða áhugasamur um förðun og hár var að eiginkona hans og ást til 50 ára var farin að sjá illa. Sökum þess átti hún erfitt með að krulla á sér hárið, brenndi sig oft á krullujárninu, og sá ekki nægilega vel til þess að mála sig.

Alla tíð hefur hún haft mjög gaman af því að hafa sig til og þótti mjög leiðinlegt að eiga allt í einu erfitt með það. Maðurinn segist einfaldlega hafa viljað styðja við konuna sína, gerði sér lítið fyrir og skellti sér í skóla til að læra réttu tökin.

Hann hefur nú þegar lært að nota krullujárn og hvernig á að nota maskara og myndi gera allt fyrir konuna sína. Ráðlagður dagskammtur af krúttlegheitum, gjörið þið svo vel!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir