Kanna vinnuvitund Íslendinga

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. mbl.is/Eggert

„Ég held að það megi í raun og veru alveg rekja þetta aftur til myndbands sem ég sá sjálfur á Youtube fyrir að verða einhverjum átta eða níu árum. Þetta kemur allt frá í raun og veru frá Hans heitnum Rosling sem að fór um heiminn og hélt kynningar og notaði svona svipað form af könnunum og þá kom í ljós að fólk vissi minna en simpansar um svona frekar basic atriði um heiminn eins og hvað það væru margir sem væru menntaðir, hvar fólk býr og ýmislegt fleira,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur um spurningakönnun sem Viðskiptaráð gaf út á dögunum.

Konráð ræddi við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum um könnunina og útskýrði fyrir þeim hvers vegna ákveðið var að framkvæma hana.

Hvernig hefur vinnutíminn þróast?

„Það er kannski ekkert alveg það sem við erum að sjá út úr niðurstöðunum þarna þó við séum ekkert mikið að greina þær en þetta er engu að síður svona skemmtilegur og um leið góður lærdómur, bæði fyrir okkur að pæla í þessu að setja þetta saman og vonandi fyrir fólk að taka þátt. Um svona fyrirbæri sem er alltaf verið að tala um í fjölmiðlum og í fréttum eins og vinnutíma og kaupmátt. Það sem við reynum að snúa þessu upp á er að spyrja einfaldlega hvernig heldur þú að þetta hafi þróast. Eins og við erum til dæmis með spurningu um vinnutíma á Íslandi, hvernig hann er núna og hvernig heldur þú að hann hafi verið árið 1964. Hvað heldur þú að það hafi verið margar vinnustundir sem að fólk var að vinna þá á miðað við núna eða árið 2017. Til þess að reyna að setja í samhengi það sem er rosalega mikið í umræðunni núna og við höfum gert þetta nokkrum sinnum áður. Búið til svona skemmtilega  leiki eða kannanir og núna bjuggum við til það sem kallast Vinnuvitund Viðskiptaráðs. Eða hver er þín vinnuvitund. Þarna erum við að spyrja út í til dæmis vinnutímann,“ útskýrir Konráð.

Við gerð könnunarinnar var til dæmis skoðað hvað það tók marga vinnutíma til þess að vinna sér inn fyrir leikskólagjöldum árið 1997 miðað við í dag og í ljós kom að í dag þarf töluvert styttri vinnutíma til þess.

„Það er líka svolítið merkilegt með það og oft gleymist er að hlutirnir geta verið ófullkomnir og ekki góðir en samt verið að batna hratt en þeir geta líka verið frábærir og að versna hratt. Hvort tveggja getur alveg gengið upp samtímis og það sjáum við í mörgu af þessu,“ segir hann enn fremur.

Hægt er að nálgast könnunina á Facebook-síðu Viðskiptaráðs Íslands hér fyrir neðan:

Viðtalið við Konráð er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is

#taktubetrimyndir