Gera grín að hárgreiðslu Halle Berry

Mikið grín hefur verið gert að hárgreiðslu Halle Berry á …
Mikið grín hefur verið gert að hárgreiðslu Halle Berry á Óskarnum. Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Halle Berry er skvís sem hefur húmor fyrir sjálfri sér. Hún mætti á rauða dregilinn á Óskarsverðlaunahátíðinni með stutt hár, topp og já, greiðslu sem vakti mikla athygli. 

Twitter brást strax við nýja útlitinu og einn tvítari deildi fyndnu skopmyndbandi sem átti að líkja eftir henni. Kellan var fljót að pikka það upp og deildi því sjálf áfram með hlátur-emoji.

Er ekki alltaf best að hlæja hæst sjálfur ef það er verið að gera grín að manni?

Hefur Halle og greiðslunni verið líkt við Willy Wonka og Ednu Mode úr kvikmyndinni „Incredibles“.

Ætli Halle hlæi líka að því?

mbl.is

#taktubetrimyndir