Jennifer og Ben farin að hittast í laumi

Ben Affleck og Jennifer Lopez voru eitt sinn par.
Ben Affleck og Jennifer Lopez voru eitt sinn par. FRED PROUSER

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Guð minn almáttugur. Erum við að fara að sjá Bennifer saman á ný?

Það ætlaði allt um koll að keyra um helgina þegar sögur fóru að berast af því að Ben Affleck væri búinn að vera að heimsækja sína fyrrverandi.

Nei ég er ekki að tala um Jennifer Garner heldur enga aðra en newly single - Jennifer Lopez.

Mikið laumuspil hefur verið í gangi með heimsóknir hans, en hann hefur víst verið sóttur á ákveðinn stað á hvítum jeppa sem er í eigu JLo, keyrður heim til hennar og svo er honum skutlað aftur til baka. Eru þau 16 ára all over?

Að sjálfsögðu harðneita talsmenn þeirra að eitthvað búi undir annað en vinskapur, en þarf svona rosalegt laumumakk milli vina? Af hverju fer hann þá ekki bara á sínum bíl heim til hennar?

Ég veit ekki hvað mér finnst um að þau séu mögulega að kela. En hey þetta gæti verið verra.
Ég sé margt verra en Bennifer saman á ný.

Frétt frá: Page Six.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir