Fékk óvænt dansatriði í afmælisgjöf

Vinkonurnar komu heldur betur á óvart með dansatriði á afmælisdaginn.
Vinkonurnar komu heldur betur á óvart með dansatriði á afmælisdaginn. Skjáskot/Instagram

Hinn 29. apríl síðastliðinn var alþjóðlegi dansdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heiminn. Dans er dásamlegt listform, gleðigjafi, íþrótt, hreyfing, tjáning og svo ótal margt fleira og því vel við hæfi að dansinn sé með alþjóðlegan dag.

Einnig finnst mér afar viðeigandi að dansdagurinn sé haldinn að vori til, þar sem lífsgleði einkennir bæði hækkandi sól og dansinn. Ég rakst á ótrúlega krúttlegt myndband nú á dögunum og í tilefni af dansdeginum má ég til með að deila því með ykkur.

Þar var kona sem fékk heldur betur óvænta og persónulega afmælisgjöf þar sem hún fagnaði 60 ára afmæli sínu.

Bestu vinkonur hennar komu henni á óvart og mættu út í garð til hennar með samið dansatriði henni til heiðurs. Afmælisbarnið var í skýjunum með þetta og á greinilega góða að. Vinátta og dans, ein besta blanda sem hugsast getur!

mbl.is

#taktubetrimyndir