Fær sendar óumbeðnar myndir af konum

Binni Löve.
Binni Löve. Ljósmynd/Instagram

„Ég hef aldrei verið rólegri í þessum efnum sem er skrítið fyrir mig en það er bara gott. Ég þarf ekkert meira en sjálfan mig,“ segir Binni Löve spurður út í ástarlífið í morgunþættinum Ísland vaknar.

Binni er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins og viðurkennir hann að þrátt fyrir að hann sé ekki meðvitað að leita sér að ástarsambandi í augnablikinu berist honum alls konar skilaboð frá konum. Hann segir konurnar ekkert síðri í því að senda gróf skilaboð í einkaskilaboðum.

„Nei, nei ég get alveg sagt þér það að ég fæ alveg jafnoka þessara typpamynda í innboxið hjá mér óumbeðið. Ég dýrka samt svona framsækið fólk sko „dont get me wrong“ en það er kannski stundum svona, að vakna og fá einhverja, já. Ég er kannski bara á mbl.is og svo eru bara komin einhver brjóst,“ segir hann og hlær.

Viðtalið við Binna má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

#taktubetrimyndir