„Ellen vildi ekki að ég klæddi mig sexy“

Anne Heche og Ellen DeGeneres áttu í ástarsambandi.
Anne Heche og Ellen DeGeneres áttu í ástarsambandi. Samsett mynd

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Anne Heche deildi skemmtilegu myndbandi á Tik Tok þar sem hún fer yfir topp 10 listann sinn yfir best klæddu augnablikin sín á rauða dreglinum.

Þar deilir hún mynd af sér og Ellen saman á Óskarsverðlaunahátíðinni og segir: „Af hverju lít ég út eins og hippi á þessari hátíð? Það er út af því að Ellen vildi ekki að ég klæddi mig sexy.“

Ellen og Anne voru saman á árunum 1997-2000 og hefur Anne alltaf sagt að það hafi verið fallegt tímabil í lífi sínu.

En eitthvað hefur Ellen verið stjórnsöm fyrst kærastan mátti ekki klæða sig í eitthvað almennilegt. Anne gefur útlitinu 0 í einkunn af 10 mögulegum og ég verð eiginlega að vera sammála.

Mér finnst skemmtilegt að sjá hversu margar stjörnur eru farnar að nota Tik Tok og ég er ánægð með þessa þróun.

Frétt frá: Page Six.

 

mbl.is

#taktubetrimyndir