Missti allt en vann svo 2 milljónir dollara í lottói

Ljósmynd/Unsplash

Lífið er stútfullt af ótrúlegum tilviljunum en stundum er eins og sumt sé skrifað í skýin.

Ónefndur 29 ára gamall maður búsettur í Michigan í Bandaríkjunum missti allar eigur sínar og heimili í hræðilegu flóði í maí mánuði í fyrra. Nú tæpu ári seinna vann hann 2 milljónir dollara eftir að hann festi kaup á lottó miða í heimabæ sínum.

Samkvæmt heimildum kom hann við í hverfisverslun áður en hann sótti börnin sín og ákvað að freista gæfunnar og kaupa 20 dollara skafmiða frá Lucky 7’s instant game. Eftir að hann settist aftur í bílinn sinn skóf hann af miðanum og komst að því að hann hafði unnið.

Í fyrstu hugsaði hann „Frábært, ég vann peninginn minn til baka,“ en áttaði sig svo fljótt á því að þarna stóð 2 milljónir dollara. Alveg hreint ótrúlegt og mikils virði fyrir manninn og fjölskyldu hans, eftir að hafa misst allt.

Maðurinn segist aldrei hafa keypt slíkan skafmiða áður, en talan 7 kallaði eitthvað á hann, því hún er happatalan hans. Því ákvað hann að taka sénsinn, kaupa miðann og sér líklega ekki eftir því!

Frétt frá: Tanksgoodnews.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir