Kom ömmu sinni á óvart á afmælisdeginum

Skjáskot/Instagram

David Gelles starfar sem fréttamaður hjá New York Times ásamt því að vera rithöfundur og faðir ungrar stúlku.

Móðir Gelles er búsett annars staðar í Bandaríkjunum og sökum veikinda hjá henni og Covid-ástandsins hafa þau ekki hist í meira en ár. Eflaust hafa þau upplifað mikinn söknuð og fannst móður hans sérstaklega erfitt að þurfa að eyða svona löngum tíma langt frá sonardóttur sinni.

Þegar hún fagnaði 75 ára afmæli sínu á dögunum ákváðu Gelles og dóttir hans að fljúga til ömmunnar og koma henni á óvart. Viðbrögðin náðust á myndband og voru vægast sagt hjartnæm og stórkostleg.

Afmælisdaman var í algjöru áfalli og trúði ekki sínum eigin augum þegar hún hágrét úr gleði og fékk ömmustelpuna sína loksins í fangið sitt. Svo mikil af ást og umhyggju í heiminum og þvílík forréttindi sem það eru að geta faðmað ömmu sína!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir