Skapar listaverk úr trjágreinum

Ljósmynd/Chris Kenny

Breski listamaðurinn Chris Kenny notast við ansi óvanalegan efnivið við listsköpun sína, litlar trjágreinar sem hann hefur tínt upp í gegnum tíðina.

Með þeim býr hann til ýmsa skúlptúra á borð við dýrlinga og börn og er hvað þekktastur fyrir síbreytilegar dansandi hauslausar fígúrur sínar, gerðar úr trjágreinum.

View this post on Instagram

A post shared by twigsaints (@twigsaints)

Kenny er mjög umhugað um listsköpun sína og síðastliðin fimm ár hefur hann á hverjum degi skapað skemmtileg listaverk úr trjágreinum og deilir þeim á instagramaðgangi sínum.

Hann segir meðal annars að þessar viðkvæmu litlu fígúrur engist um í kvöl eða alsælu og þegar þær komi saman myndi þær portrett af mannkyninu með alla sína orku og nautnir, hroka og hugaróra.

Fígúrurnar hans Kennys eru ótalmargar í alls konar skapi og breytast frá degi til dags. Þær sýna mörg sniðug og skemmtileg dansspor og persónulega finnst mér þetta ótrúlega skemmtileg leið til þess að skapa, dansa og dreifa gleði.

Frétt frá: Goodnewsnetwork.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir