Skammaðist sín fyrir Miley á rauða dreglinum

Miley Cyrus og Liam Hemsworth fyrir skilnaðinn.
Miley Cyrus og Liam Hemsworth fyrir skilnaðinn. mbl.is/AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Myndbandsklippu af Miley Cyrus og Liam Hemsworth sem var tekin árið 2019, sex mánuðum fyrir skilnað þeirra, var hent í loftið á Instagram í gær.

Á henni má sjá þau í viðtali á rauða dreglinum í Vanity Fair-partýi eftir Óskarsverðlaunahátíðina, og virðist mikil spenna vera á milli þeirra.

Þau eru dressuð í sitt fínasta púss og Miley ákveður að henda í twerk á rauða dreglinum.
Eitthvað virðist rassahristingurinn fara fyrir brjóstið á Liam, því hann verður hálfvandræðalegur og biður Miley um að hætta.

Muldrar hann við hana að þau séu á dreglinum og þetta sé ekki við hæfi. Miley hefur náttúrulega alltaf verið villt, og Liam hefði svo sem mátt eiga von á þessu eftir 10 ára samband.

Sex mánuðum seinna voru þau adios amigo, finido, over. Ég efast um að twerkið hafi fyllt mælinn, en ég hafði gaman af þessu vandræðalega myndbandi. Það get ég sagt ykkur.

Frétt frá: Hollywoodlife.

 

mbl.is

#taktubetrimyndir