Hlaup til styrktar rannsóknum á mænuskaða

Lára Sif varð fyrir mænuskaða.
Lára Sif varð fyrir mænuskaða. Skjáskot/Instagram-síða Red Bull Iceland

Hinn 9. maí næstkomandi fer fram styrktarhlaup undir nafninu Wings for life World Run og er hlaupið til styrktar rannsóknum á mænuskaða.

Hægt er að hlaupa hvar sem er í heiminum þar sem hlaupið fer fram í gegnum app sem heitir Wings for Life World Run. Hver og einn getur valið þá vegalengd sem hentar en eftir 30 mínútur af hlaupi fer mikið fjör af stað, þar sem svokallaður sýndar-bíll úr appinu leggur af stað á eftir þér. Þegar hann svo nær þér er þátttöku þinni lokið.

Hægt er að skrá sig hér og skráningargjaldið er 3.000 krónur sem rennur til mikilvægs málefnis. Hlaupið á að henta öllum, vönum og óvönum, sem geta fengið góða hreyfingu og útiveru og látið gott af sér leiða.

Hópur af fólki hér á Íslandi hefur nú skráð sig í liðið „Team Iceland“ og hvetja þau fólk eindregið til þess að skrá sig í sama lið. Stefnt er að því að hlaupa saman frá Klambratúni og boðið verður upp á orkudrykki, létta upphitun og súpergóða stemningu. Dagskráin hefst kl. 10:10, rétt áður en hlaupið fer af stað.

Sólveig Bergsdóttir afreksfimleikakona er ein af þeim sem hafa skráð sig í hlaupið og segir hún málefnið snerta sig og fjölskyldu sína persónulega og skipta þau miklu máli.

Aðspurð segist hún hlakka mikið til að hlaupa með fjölbreyttum og skemmtilegum hópi og segir þetta skemmtilegan viðburð til að „kickstarta“ sumrinu fram undan. „Fullkomin sunnudagsæfing sem hægt er að taka á sínum hraða og tempói til styrktar góðu málefni,“ segir Sólveig að lokum og bendir á að meiri upplýsingar sé að finna á instagramminu hjá @redbulliceland.

Flott framtak hér á ferð, ég hlakka til að reima á mig hlaupaskóna og vera með!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir